Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. nóvember 2020 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard meiddist í tapinu gegn Alaves
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var í byrjunarliði Real Madrid sem tapaði fyrir Alaves í spænska boltanum í gær. Hazard spilaði fyrstu 28 mínúturnar en þurfti svo að fara meiddur af velli.

Hazard hefur átt afar erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir að hann gekk í raðir félagsins í fyrra fyrir rúmlega 100 milljónir punda. Hann hefur verið að glíma við meiðsli, átt erfitt með að koma sér í form og aðeins komið við sögu í 28 leikjum.

„Við búumst ekki við að þetta séu alvarleg meiðsli. Hann segir að þetta séu ekki vöðvameiðsli, hann fékk högg á fótlegginn og gat ekki haldið áfram vegna sársauka," sagði Zinedine Zidane eftir tapið.

Sergio Ramos, Karim Benzema, Dani Carvajal og Federico Valverde voru allir fjarri góðu gamni í gær og er Real Madrid í fjórða sæti deildarinnar, með 17 stig eftir 10 umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner