Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   sun 29. nóvember 2020 16:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Milan með fimm stiga forystu á toppinum
AC Milan er komið með fimm stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar eftir þægilegan sigur gegn Fiorentina í dag.

Miðvörðurinn Alessio Romagnoli gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu og tvöfaldaði Franck Kessie forystuna úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar.

Kessi klúðraði svo af vítapunktinn fyrir leikhlé en gestirnir frá Flórens höfðu engin svör. Lokatölur 2-0 sigur Milan sem er með 23 stig eftir 9 umferðir.

Bologna hafði þá betur gegn Crotone og eru lærisveinar Sinisa Mihajlovic komnir með 12 stig. Roberto Soriano gerði eina mark leiksins í verðskulduðum sigri.

AC Milan 2 - 0 Fiorentina
1-0 Alessio Romagnoli ('17)
2-0 Franck Kessie ('28, víti)
2-0 Franck Kessie, misnotað víti ('40)

Bologna 1 - 0 Crotone
1-0 Roberto Soriano ('45)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
12 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
13 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir