Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2020 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Messi tileinkaði Maradona síðasta markið
Maradona þjálfaði argentínska landsliðið um tíma.
Maradona þjálfaði argentínska landsliðið um tíma.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði glæsilegt mark er Barcelona setti fjögur framhjá Osasuna í þægilegum sigri.

Messi gerði frábærlega að leika á nokkra varnarmenn áður en hann smellti knettinum í netið.

Messi virtist ekkert ætla að fagna markinu þar til hann ákvað að næla sér í gult spjald með því að rífa sig úr Barcelona treyjunni. Þar undir var hann í Newell's Old Boys treyju til að minnast Diego Armando Maradona sem lést á dögunum.

Maradona spilaði nokkra leiki fyrir Newell's Old Boys, sem er uppeldisfélag Messi, tímabilið 1993-94. Maradona spilaði fyrir félagið þegar Messi var aðeins sjö ára gamall og að byrja hjá akademíu félagsins.

Maradona er goðsögn hjá Barcelona og argentínska landsliðinu, rétt eins og Messi.

Markið má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner