Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 29. nóvember 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Williams sagður vilja yfirgefa herbúðir Liverpool
Neco Williams.
Neco Williams.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Neco Williams hefur áhuga á því að fara frá Liverpool. Hann áttar sig á því að hann verður ekki byrjunarliðsmaður hjá félaginu í náinni framtíð.

Þetta kom fram í Sunday Mirror.

Þar segir jafnframt að Liverpool sé tilbúið að selja hann í janúar fyrir 10 milljónir punda.

Það er kannski ekki skrítið að Williams sé að hugsa sér til hreyfinga. Fyrir framan hann í goggunarröðinni er enginn annar en Trent Alexander-Arnold. Það er hægt að færa rök fyrir því að Alexander-Arnold sé besti hægri bakvörður í heimi í dag.

Williams hefur spilað fimm leiki fyrir Liverpool á þessu tímabili og er hann sagður vilja fá að spila meira. Það kemur ekki til með að gerast hjá enska stórliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner