Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   mið 29. nóvember 2023 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keane: Höfum ekki látið átökin í Ísrael hafa áhrif á okkur
Robbie Keane er fyrrum leikmaður Tottenham.
Robbie Keane er fyrrum leikmaður Tottenham.
Mynd: EPA
Enginn Klæmint á morgun.
Enginn Klæmint á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Logi getur leyst margar stöður á vellinum.
Anton Logi getur leyst margar stöður á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jason skoraði þrennu gegn KR í Bose.
Jason skoraði þrennu gegn KR í Bose.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr fyrri leiknum.
Úr fyrri leiknum.
Mynd: EPA
Maccabi Tel Aviv heimsækir Breiðablik á Kópavogsvöll á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:00 en átti upphaflega að fara fram annað kvöld á Laugardalsvelli.

Robbie Keane, stjóri Maccabi, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í breytingu á leiktíma

Hafa ekkert kvartað
Aðspurður mundi hann ekki eftir því hvort að hann hafi lent í því áður á sínum ferli að leikstað sé breytt svona skömmu áður en leikurinn á að fara fram.

„Ég spilaði í tuttugu ár sem atvinnumaður. Það kemur ekkert upp í hugann, en ég get ímyndað mér að það hafi einhvern tímann gerst. Sem leikmaður er það að spila fótbolta það eina sem þú vilt gera, það skiptir ekki máli hvar það er. Við ættum að hafa gaman af því. Í lífinu lendirðu í mörgum aðstæðum, annað hvort taparu (e. go under) eða þú gerir það ekki. Ég þarf að passa upp á að mínir leikmenn geri það ekki. Við þurfum að vera með jákvætt hugarfar og það er það sem ég mun þrýsta inn í leikmennina."

„Allt sem leikmennirnir hafa þurft að takast á við og gengið í gegnum, þeir hafa aldrei kvartað og ég er viss um að þeir muni ekki kvarta í dag eða á morgun."


Betra lið en gengið í deildinni sýndi
Maccabi vann fyrri leikinn 3-2. Eru einhverjir hlutir sem Keane vill að sýnir menn passi upp á í leik Breiðabliks?

„Auðvitað, eins og gegn öllum liðum sem við spilum á móti þá skoðum við styrkleika þeirra. Þetta er gott lið, gengi þeirra í deildinni gefur það kannski ekki í ljós, en hvernig þeir spila, sérstaklega í 'transition', þeir eru mjög góðir í því. Þeir gerðu Gent lífið leitt í heimaleiknum, sem er mjög sterkt lið. Þetta er ekki auðveld bráð, mjög gott lið með góð gæði. Ég veit að þeir hafa skipt um stjóra en áherslurnar verða örugglega svipaðar. Við búumst klárlega við erfiðum leik."

'They do a lot of rotations'
Hverjir eru helstu styrkleikar Breiðabliks?

„Þeir eru með margar færslur milli leikstaðna (e. rotations) í leikjum. Þeir gerðu mikið af því í fyrri leiknum og það skapaði vandræði fyrir okkur. Við höfum lært af því, það er aðeins öðruvísi að spila gegn liði sem þú hefur ekki mætt áður þó að þú hafir séð myndbönd af þeim spila. Við þekkjum þeirra styrkleika og veikleika, erum með leikplan sem við viljum reyna að fylgja á morgun. Leikmennirnir vita að leikurinn heima var erfiður, komumst 3-0 yfir og hefðum sennilega ekki átt að setja okkur í þá stöðu að fá á okkur tvö mörk. Vonandi höfum við lært af því og gerum ekki þau mistök á morgun."

Blikar skoruðu sex mörk í Bose-mótinu
Klæmint Olsen skoraði bæði mörk Blika í fyrri leiknum. Hann verður ekki með á morgun, lánssamningur hans rann út fyrr í þessum mánuði. Breytir það einhverju í nálgun Maccabi?

„Nei, í rauninni ekki. Þeir skoruðu sex mörk um helgina var það ekki? Þeir eru klárlega með leikmenn innanborðs sem geta skorað mörk. Ég horfi á hópinn þeirra og sé að þeir geta skorað mörk."
   24.11.2023 21:31
Bose-mótið: Breiðablik vann stóran sigur á KR

Hrósar leikmönnum og starfsfólki
Hvernig hefur staðan í Ísrael haft áhrif á þig og liðið?

„Leikmennirnir hafa sýnt mikla seiglu og verið mjög sterkir. Við höfum ekki látið þetta hafa áhrif á okkur. Það eina sem við einblínum á eru hlutir sem tengjast fótbolta og reynt að halda jákvæðu viðhorfi."

„Við höfum séð hversu sterkum karakter leikmennirnir búa yfir og sama má segja um starfsfólkið. Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á hversu vel þau hafa leyst úr þessu. Þau eiga allt hrós skilið."


Verið mikið í Serbíu undanfarnar vikur
Vegna átakanna í Ísrael og Palestínu hefur Maccabbi ekki getað spilað heimaleiki sína í heimalandinu. Keane var spurður hvort að liðið hefði verið með æfingabúðir utan heimalandsins.

„Við höf­um spilað í Serbíu. Við höf­um verið af og á í Serbíu í fjór­ar vik­ur. Með það í huga og hvar við stönd­um í dag ít­reka ég að það ber að hrósa leik­mönn­um og starfs­fólki."

Geta tryggt sæti í útsláttarkeppninni
Maccabi er einu stigi frá því að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

„Við einbeitum okkur að morgundeginum. Ég er ekki að spá í næsta leik á eftir og er ekki að spá í hvað gerist í hinum leiknum. Þetta snýst um okkur og hvað við gerum. Allt sem við getum gert er að einbeita okkur að okkur sjálfum og allt annað sér um sjálft sig," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner