Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 12:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Létt yfir Robbie Keane - „Ég get ekki spilað á morgun"
Mynd: Getty Images
Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 13:00 á morgun.

Fyrir fund heilsaði Keane upp á fréttamenn Fótbolta.net og mbl.is, tók í hönd þeirra og sagði 'football' til að ítreka að til umræðu væri aðeins leikurinn á morgun. Hann sagði í kjölfarið að það væri ekki eins kalt á Íslandi og hann hafði heyrt frá öðrum.

Þegar Keane var spurður út í stöðuna á hópnum; hvort það væri einhver sem gæti ekki spilað leikinn á morgun, svaraði hann:

„Ég get ekki spilað," sagði Keane og brosti. Hann er 43 ára og lagði skóna á hilluna fyrir fimm árum síðan. Hann var á sínum tíma leikmaður Tottenham og Liverpool. Hann sagði svo að það væru engin ný meiðsli í hópnum.

Maccabi hafði fyrir síðasta laugardag ekki spilað leik í rúman mánuð. Liðið sigraði Zorya 1-3 í Póllandi. Nokkrir leikmenn Maccabi spiluðu þar á undan með ísraelska landsliðinu en ljóst er að nokkrir leikmenn í liðinu eru ekki margar mínútur undir beltinu síðasta mánuðinn. Hvernig finnst Keane standið á mönnum vera?

„Þess vegna þarf að vera með hóp, við þörfum á öllum að halda. Næsti leikur í deild er á sunnudag. Ég vil ekki vera með neinar afsakanir. Við erum heppnir að vera með mjög góða leikmenn, góðan hóp sem við þurfum á að halda. Ég er viss um að leikmenn sem hafa ekki verið að spila eins mikið sjá núna möguleika á því að grípa tækifærið."

Staðan í riðlinum eftir 4 leiki af 6
1. Gent 10 stig
2. Maccabi Tel Aviv 9 stig
3. Zorya Luhansk 4 stig
4. Breiðablik 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner