Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mán 30. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Udinese getur bætt forskotið
Mynd: EPA

Síðasti leikur helgarinnar í ítalska boltanum fer fram í kvöld. Þar er Udinese í dauðafæri á að auka forystuna sína í fjögur stig í baráttunni um síðasta Evrópusæti deildarinnar.


Udinese vermir sjöunda sætið sem stendur og er einu stigi fyrir ofan Torino og með leik til góða. Sigur hér í kvöld gæfi liðinu því dýrmæta forystu í Sambandsdeildarsætinu.

Udinese fór gríðarlega vel af stað á fyrri hluta tímabils en hefur hægt á sér að undanförnu og er aðeins með einn sigur í síðustu ellefu deildarleikjum. Sá sigur kom í síðustu umferð, á útivelli gegn fallbaráttuliði Sampdoria.

Gestirnir frá Verona munu ekki selja sig ódýrt enda eru þeir í harðri fallbaráttu þar sem þeir þurfa sigur. Verona er með 12 stig eftir 19 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Leikur kvöldsins:
19:45 Udinese - Verona (Stöð 2 Sport 4)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner
banner