mán 30. mars 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benatia fór heim í sófann en Ronaldo fór á aukaæfingu
Mynd: Getty Images
Mehdi Benatia, fyrrum leikmaður Juventus og núverandi leikmaður Al-Duhail SC, segir frá sögu sem sýnir hverslags íþróttamann Cristiano Ronaldo, fyrrum liðsfélagi Benatia, hefur að geyma.

Eftir leik gegn Atalanta vor þeir tveir ónotaðir varamenn. „Það voru þrír dagar í næsta leik og stjórinn vildi dreifa álagi," sagði Benatia.

„Í rútunni á leiðinni til baka frá Bergamo sendi Cristiano mér skilaboð: 'Hvað ertu að fara gera?' Ég svaraði: 'Klukkan er ellefu, ég ætla heim. Af hverju spyrðu?" Ronaldo sendi til baka: „Ertu til í að taka smá æfingu í ræktinni? Ég svitnaði ekki og þarf á því að halda. Kemuru með?"

„Ég sagði hann að klukkan væri ellefu og ég vildi bara komast heim og horfa á sjónvarpið." Í grein Sportbible kemur fram að Benatia mismuni aðeins því Ronaldo kom inn á í leiknum og jafnaði leikinnn.

„Á þessum tímapunkti sá ég hverslags maður Ronaldo er. Hann er ekki eðlilegur. Þegar þú vinnur með honum þá virðiru hann enn meira og sérð hverju hann fórnar fyrir boltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner