Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 30. mars 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enrique sér sig ekki í enska boltanum
Mynd: Getty Images

Luis Enrique segist ekki sjá fyrir sér að hann stýri liði í ensku úrvalsdeildinni á næstunni.


Þessi 52 ára gamli Spánverji hefur verið atvinnulaus síðan hann var látinn fara sem þjálfari spænska landsliðsins eftir að liðið féll úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Marokkó í 16 liða úrslitum.

Hann hefur verið orðaður við Tottenham en hann sér það ekki fyrir sér. Tottenham mun ráða nýjan stjóra í sumar en Cristian Stellini og Ryan Mason klára tímabilið undir stjórn liðsins.

„Ég væri til í að vinna á Englandi en ég sé mig ekki fyrir mér í úrvalsdeildinni í júlí. Ég vil fara til félags sem getur gert stóra hluti og það er mjög erfitt. Ég myndi ekki fara í neitt úrvalsdeildarfélag," sagði Enrique.

Julian Nagelsmann, Roberto De Zerbi og Mauricio Pochettino hafa verið orðaðir við stjórastöðu Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner