Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 30. maí 2018 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Tobias hetja Vals í framlengingu
Bikarmeistararnir úr leik - Íslandsmeistararnir áfram
Valsmenn eru komnir áfram.
Valsmenn eru komnir áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias skoraði sigurmarkið.
Tobias skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 2 ÍBV
1-0 Sigurður Egill Lárusson ('6 )
1-1 Kaj Leo í Bartalsstovu ('46 )
1-2 Sigurður Grétar Benónýsson ('71 )
2-2 Sindri Björnsson ('84 )
3-2 Tobias Bendix Thomsen ('101 )
Rautt spjald: Sindri Snær Magnússon , ÍBV ('86)
Lestu nánar um leikinn

Íslandsmeistarar Vals eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á ÍBV. Leikurinn var mikil skemmtun.

Fyrsta markið lét ekki bíða lengi eftir sér Origo-vellinum, það kom eftir aðeins sex mínútur og var það skorað af Sigurði Agli Lárussyni. Staðan 1-0 fyrri Val og þannig var hún í hálfleik.

Það voru aðeins nokkrar sekúndur búnar af seinni hálfleik þegar Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu hafði jafnað fyrir ÍBV og var markið af dýrari gerðinni.

Á 71. mínútu komst svo ÍBV yfir. „GEEEEEGGJAÐ MARK!!! Eitruð sending inn fyrir og móttakan, maður minn. Vel gert hjá Sigga sem komst inn fyrir Bjarna Ólaf og hamraði svo boltann á nærsvæðið! 1-2 fyrir ÍBV," skrifaði Daníel Geir Moritz í beinni textalýsingu þegar Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir.

Það stefndi í sigur ÍBV þangað til á 84. mínútu þegar Sindri Björnsson jafnaði aftur fyrir Val. Nokkrum mínútum síðar fékk nafni Sindra í ÍBV að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það var framlengt og var ÍBV einum manni færri í framlengingunni.

Tobias stóð uppi sem hetjan
Það er erfittað vera manni færri gegn Íslandsmeisturunum í framlengdum leik, það sást að Hlíðarenda. Valsmenn náðu að koma inn sigurmarki á 101. mínútu og var þar að verki danski sóknarmaðurinn Tobias Thomsen.

Þetta er aðeins annað markið sem Tobias gerir í sumar, en það fyrra mark kom í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar gegn KR. Það var líka dramatískt sigurmark.

Valur er komið í 8-liða úrslit en bikarmeistararnir eru úr leik.

Það eru fjórir aðrir leikir í kvöld og hér að neðan má sjá beina textalýsingar.

Beinar textalýsingar:
18:00 Fjölnir 1 - 1 Þór (framlenging)
19:15 Breiðablik 1 - 0 KR
19:15 Stjarnan 2 - 0 Þróttur R
19:15 Grindavík 0 - 0 ÍA
19:15 Fram 0 - 1 Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner
banner