Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 30. maí 2023 18:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aston Villa hefur haft samband við Asensio

Samningur Marco Asensio er runninn út hjá Real Madrid en Fabrizio Romano greinir frá því að Aston Villa hafi haft samband við leikmanninn og vilji fá hann í sínar raðir.


Aston Villa leikur í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa tryggt sér 7. sætið í úrvalsdeildinni.

Enska félagið mun fá samkeppni um Asensio en PSG er einnig talið hafa boðið honum samning. Þá hafa félög á Ítalíu einnig sýnt honum áhuga.

Asensio gekk til liðs við Real Madrid árið 2014 frá Mallorca og spilaði 285 leiki og skoraði 61 mark. Þessi 27 ára gamli Spánverji á 35 landsleiki að baki og hefur skorað í þeim 2 mörk.


Athugasemdir
banner