Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 18:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aston Villa hefur haft samband við Asensio
Mynd: Getty Images

Samningur Marco Asensio er runninn út hjá Real Madrid en Fabrizio Romano greinir frá því að Aston Villa hafi haft samband við leikmanninn og vilji fá hann í sínar raðir.


Aston Villa leikur í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa tryggt sér 7. sætið í úrvalsdeildinni.

Enska félagið mun fá samkeppni um Asensio en PSG er einnig talið hafa boðið honum samning. Þá hafa félög á Ítalíu einnig sýnt honum áhuga.

Asensio gekk til liðs við Real Madrid árið 2014 frá Mallorca og spilaði 285 leiki og skoraði 61 mark. Þessi 27 ára gamli Spánverji á 35 landsleiki að baki og hefur skorað í þeim 2 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner