þri 30. júní 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðið augnabliksmynd nýtt tískuorð þjálfara?
Óskar Hrafn var í viðtali í gærkvöldi.
Óskar Hrafn var í viðtali í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við fréttaleit á Fótbolta.net fannst kvennkynsnafnorðið 'augnabliksmynd' einungis tvisvar sinnum notað í fyrirsögn eða texta fréttar.

Fyrri niðurstaðan er frá 21. júní á þessu ári og sú seinni frá því í gærkvöldi. Þjálfararnir Óskar Hrafn Þorvaldsson, hjá Breiðabliki, og Ólafur Helgi Kristjánsson, hjá FH, notuðu orðið til að lýsa stöðunni í deildinni.

Það er alls ekki ólíklegt að Óskar hafi munað eftir ummælum Ólafs um stöðuna í deildinni. Annars er notkunin á orðinu hjá Óskari gífurleg tilviljun miðað við að leitarvélin gaf upp tvær niðurstöður.

Er orðið 'augnabliksmynd' komið til að vera sem svar þjálfara þegar spurt er um stöðuna í deildinni?

Sjá einnig:
Óskar Hrafn: Staðan í deildinni er augnabliksmynd
Óli Kristjáns: Staðan í deildinni er bara augnabliksmynd
Óskar Hrafn: Staðan í deildinni er augnabliksmynd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner