Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2020 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Reynir á toppnum með fimm stiga forskot
Fufura gekk frá leiknum fyrir Reyni í byrjun seinni hálfleiks.
Fufura gekk frá leiknum fyrir Reyni í byrjun seinni hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Sandgerði er áfram taplaust í 3. deild karla. Liðið vann flottan 4-1 útisigur gegn Álftanesi í kvöld.

Hörður Sveinsson setti tóninn eftir tvær mínútur, en Álftanes svaraði fljótlega og jafnaði eftir tíu mínútna leik. Reynir svaraði hins vegar fljótlega eftir jöfnunarmarkið og var komið í 3-1 eftir 20 mínútur.

Staðan var 3-1 í hálfleik og í byrjun þessi seinni gerði Fufura út um leikinn fyrir Reyni. Lokatölur 4-1 fyrir Reyni sem er með fimmta stiga forskot á toppi deildarinnar. KV á möguleika á að minnka forskotið þegar fótboltinn byrjar aftur, hvenær sem það verður. Álftanes er á botni deildarinnar með fimm stig eftir níu leiki.

Sindri vann 2-0 sigur á Einherja í hinum leik kvöldsins. Sindri skoraði bæði mörk sín í seinni hálfleiknum, en það var hiti í seinni hálfleik þar sem Einherji missti tvo menn af velli með rautt spjald.

Álftanes 1 - 4 Reynir S.
0-1 Hörður Sveinsson ('2)
1-1 Arnar Ingi Valgeirsson ('10)
1-2 Sjálfsmark ('13)
1-3 Ante Marcic ('20)
1-4 Elton Renato Livramento Barros ('50)

Sindri 2 - 0 Einherji
1-0 Sigursteinn Már Hafsteinsson ('4)
2-0 Kristofer Hernandez ('34)
Rautt spjald: Georgi Ivanov Karaneychev, Einherji ('72), Ben King, Einherji ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner