Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fim 30. júlí 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Hann tók ekki línuna alla leið
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í Mjólkurbikar karla. Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir töpuðu 2-1 fyrir Stjörnunni í 16-liða úrslitum á þessu fimmtudagskvöldi.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir hönd strákana. Þetta var frábær leikur," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Þetta var end-to-end leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafn og áttu bæði lið góða spilkafla. Seinni hálfleikurinn var eign okkar. Ef við áttum að detta út úr bikarnum þá var þægilegra að gera það svona með alvöru leik. Það er hrikalega svekkjandi að ná ekki að verja titilinn."

Víkingar lentu undir eftir tæpa mínútu. „Það er búið að gera í síðustu leikjum að við erum að fá á okkur mark í byrjun og elta leikjana. Þetta var klaufalegt mark. Þetta hefur líka áhrif sálfræðilega. Hitt liðið fær vítamínssprautu og þú ert að sleikja sárin í nokkrar mínútur á eftir."

Arnar var ekki sáttur með dómarann undir lok leiksins. Nikolaj Hansen fékk rautt og Víkingar vildu fá víti nokkrum mínútum síðar þegar boltinn fór í hendi Eyjólfs Héðinssonar.

„Þetta var algjör þvæla," sagði Arnar um rauða spjaldið. „Ég var ánægður með línuna sem Þorvaldur tók í leiknum, hann er góður dómari. Þetta var enskur leikur þar sem mikið var leyft. Hann tók samt ekki línuna alla leið. Nikolaj er stór strákur og er bara að verja sig. Hann er bara að stíga sinn mann út og þannig horfir þetta við mér."

„Þetta var hriklega skemmtilegur leikur og hörkuleikur, mikill hraði og gott tempó. Dómarinn leyfði leiknum að fljóta mjög vel en inn á milli komu glórulausar ákvarðanir."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner