Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 30. júlí 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Hann tók ekki línuna alla leið
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í Mjólkurbikar karla. Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir töpuðu 2-1 fyrir Stjörnunni í 16-liða úrslitum á þessu fimmtudagskvöldi.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir hönd strákana. Þetta var frábær leikur," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Þetta var end-to-end leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafn og áttu bæði lið góða spilkafla. Seinni hálfleikurinn var eign okkar. Ef við áttum að detta út úr bikarnum þá var þægilegra að gera það svona með alvöru leik. Það er hrikalega svekkjandi að ná ekki að verja titilinn."

Víkingar lentu undir eftir tæpa mínútu. „Það er búið að gera í síðustu leikjum að við erum að fá á okkur mark í byrjun og elta leikjana. Þetta var klaufalegt mark. Þetta hefur líka áhrif sálfræðilega. Hitt liðið fær vítamínssprautu og þú ert að sleikja sárin í nokkrar mínútur á eftir."

Arnar var ekki sáttur með dómarann undir lok leiksins. Nikolaj Hansen fékk rautt og Víkingar vildu fá víti nokkrum mínútum síðar þegar boltinn fór í hendi Eyjólfs Héðinssonar.

„Þetta var algjör þvæla," sagði Arnar um rauða spjaldið. „Ég var ánægður með línuna sem Þorvaldur tók í leiknum, hann er góður dómari. Þetta var enskur leikur þar sem mikið var leyft. Hann tók samt ekki línuna alla leið. Nikolaj er stór strákur og er bara að verja sig. Hann er bara að stíga sinn mann út og þannig horfir þetta við mér."

„Þetta var hriklega skemmtilegur leikur og hörkuleikur, mikill hraði og gott tempó. Dómarinn leyfði leiknum að fljóta mjög vel en inn á milli komu glórulausar ákvarðanir."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner