Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 30. júlí 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Hann tók ekki línuna alla leið
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í Mjólkurbikar karla. Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir töpuðu 2-1 fyrir Stjörnunni í 16-liða úrslitum á þessu fimmtudagskvöldi.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir hönd strákana. Þetta var frábær leikur," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Þetta var end-to-end leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafn og áttu bæði lið góða spilkafla. Seinni hálfleikurinn var eign okkar. Ef við áttum að detta út úr bikarnum þá var þægilegra að gera það svona með alvöru leik. Það er hrikalega svekkjandi að ná ekki að verja titilinn."

Víkingar lentu undir eftir tæpa mínútu. „Það er búið að gera í síðustu leikjum að við erum að fá á okkur mark í byrjun og elta leikjana. Þetta var klaufalegt mark. Þetta hefur líka áhrif sálfræðilega. Hitt liðið fær vítamínssprautu og þú ert að sleikja sárin í nokkrar mínútur á eftir."

Arnar var ekki sáttur með dómarann undir lok leiksins. Nikolaj Hansen fékk rautt og Víkingar vildu fá víti nokkrum mínútum síðar þegar boltinn fór í hendi Eyjólfs Héðinssonar.

„Þetta var algjör þvæla," sagði Arnar um rauða spjaldið. „Ég var ánægður með línuna sem Þorvaldur tók í leiknum, hann er góður dómari. Þetta var enskur leikur þar sem mikið var leyft. Hann tók samt ekki línuna alla leið. Nikolaj er stór strákur og er bara að verja sig. Hann er bara að stíga sinn mann út og þannig horfir þetta við mér."

„Þetta var hriklega skemmtilegur leikur og hörkuleikur, mikill hraði og gott tempó. Dómarinn leyfði leiknum að fljóta mjög vel en inn á milli komu glórulausar ákvarðanir."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir