Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Logi segir að FH ætli að reyna að fá Óla Kalla frá Val
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson, þjálfari FH, staðfesti það eftir bikarleik gegn Þór í gærkvöldi að Fimleikafélagið hefur áhuga á Ólafi Karli Finsen, sóknarmanni Vals.

Félagaskiptaglugginn á að opna í byrjun ágúst.

„Við sjáum til, við erum búnir að hafa samband við Val og við ætlum að reyna að fá hann," sagði Logi.

Ólafur Karl hefur komið við sögu í einum leik hjá Val í Pepsi Max-deildinni í sumar en Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði nýverið að hann væri ekki á förum frá félaginu.

Hann er 28 ára gamall og hefur leikið með Val frá 2018. Þar áður gerði hann garðinn frægan með Stjörnunni.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Loga.
Logi Ólafs: Viljum fara alla leið
Athugasemdir
banner
banner