Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Vladimir Ivic tekur líklega við Watford
Mynd: Getty Images
Watford hefur átt í viðræðum við Vladimir Ivic um að hann taki við sem stjóri félagsins.

Hinn 43 ára gamli Ivic hætti á dögunum störfum hjá Maccabi Tel Aviv eftir að hafa orðið meistari í Ísrael í tvö ár í röð.

Watford féll úr ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en Nigel Pearson var rekinn frá félaginu þegar tvær umferðir voru eftir.

Claude Puel, fyrrum stjóri Leicester, var fyrst orðaður við Watford en nú þykir Ivic líklegastur.

Ivic mun hitta forráðamenn Watford á Ítalíu í þessari viku til að ræða málin.
Athugasemdir
banner
banner
banner