Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. júlí 2021 17:57
Victor Pálsson
Fékk aldrei útskýringu frá Van Gaal - Hatar hann Brasilíumenn?
Mynd: Getty Images
Rafael da Silva, fyrrum bakvörður Manchester United, veit enn ekki af hverju hann þurfti að yfirgefa félagið árið 2014.

Louis van Gaal kom og tók við enska félaginu en Hollendingurinn hafði engan áhuga á að nota Rafael sem var lengi á mála hjá Man Utd ásamt bróður sínum, Fabio.

Leikmennirnir hafa nú nýlega gefið út bók þar sem Rafael fer yfir það þegar hann samdi við Cardiff fyrir sjö árum.

Rafael talar á meðal annars um það að það sé orðrómur um að Van Gaal sé illa við Brasilíumenn og vildi þess vegna losna við leikmanninn strax.

„Ég fékk enga útskýringu. Þegar Van Gaal kom til liðsins þá sagði hann bara: 'Allt í lagi, þú ferð,' sagði Rafael í bókinni.

„Hann kom inn með sínar hugmyndir um leikmenn sem ættu að spila og ættu ekki að spila, hann vildi breyta til um leið."

„Hann útskýrði þetta aldrei fyrir mér. Ég fékk einhverjar útskýringar frá öðrum en jafnvel áður en hann kom þá voru allir að segja mér að hann hataði Brasilíumenn."

„Ég veit ekki hvort það sé satt eða ekki en ég heyrði að það hafi byrjað hjá Barcelona með Rivaldo. Hann bekkjaði Rivaldo sem talaði illa um hann í kjölfarið."

Athugasemdir
banner
banner
banner