Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 30. júlí 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola vonast til að fá Grealish á næstu dögum
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Cristian Romero er orðaður við Tottenham.
Cristian Romero er orðaður við Tottenham.
Mynd: EPA
Martin Ödegaard í landsleik með Noregi.
Martin Ödegaard í landsleik með Noregi.
Mynd: Getty Images
Axel Tuanzebe.
Axel Tuanzebe.
Mynd: Getty Images
Grealish, Pogba, Lukaku, Dest, Lukaku, Trippier, Ederson, Willian og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Aston Villa ætlar að hefja viðræður við enska miðjumanninn Jack Grealish (25) á nýjan leik í næstu viku og bjóða honum samning til að fæla frá áhuga Manchester City. (Express and Star)

Manchester City hefur hafið viðræður við Villa um Grealish. Á næstu dögum er væntanleg ákvörðun frá City um hvort formlegt tilboð verði gert í enska landsliðsmanninn. (Guardian)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vonast til að samkomulag um Grealish náist fyrir leikinn um Samfélagsskjöldinn þann 7. ágúst. (Star)

West Ham undirbýr 20 milljóna punda tilboð í Kurt Zouma (26), varnarmann Chelsea. Zouma er sagður frekar vilja halda sér í London en að vera notaður sem skiptimynt í samningi um Jules Kounde (22), varnarmann Sevilla. (Mail)

Sevilla vill fá nálægt 68 milljónum punda fyrir Kounde. Bordeaux myndi fá 20% af sölunni en franska félagið samdi um það þegar það seldi leikmanninn til Spánar 2019. (Goal)

Brasilíska markverðinum Ederson (27) verður boðið að fá þriggja ára framlengingu á samningi sínum við Man City. (Athletic)



Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er orðaður við landsliðsþjálfarastarf Sviss. Frakkinn hefur ekki unnið í þjálfun síðan 22 ára veru hans hjá Arsenal lauk 2018. (Blick)

Tottenham ætlar að hækka tilboð í argentínska miðvörðinn Cristian Romero (23) eftir að Atalanta hafnaði tilboði um leikmannaskipti við Barcelona. (SportItalia)

Bandaríski varnarmaðurinn Sergino Dest (20) er ákveðinn í að vera áfram hjá Barcelona en Arsenal, Bayern München og Borussia Dortmund hafa sýnt honum áhuga. (ESPN)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (28) hefur gert það ljóst að hann ætli sér að vera áfram hjá Inter. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Chelsea. (Gazzetta dello Sport)

Giovanni Carnevali, framkvæmdastjóri Sassuolo, segir að Manuel Locatelli (23) verði bara seldur ef gott tilboð berst tímanlega fyrir gluggalok. Arsenal og Juventus vilja fá hann. (Gazzetta dello Sport)

Carnevali segir að Locatelli vilji helst fara til Juventus en auk Arsenal hafi annað enskt félag nú blandað sér í baráttuna. (Sky Sports Italia)

Kieran Trippier (30), varnarmaður Atletico Madrid, býst við að skipti hans yfir til Manchester United muni ekki ganga í gegn fyrr en í lok gluggans. (Manchester Evening News)

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska vængmanninn Willian (32) þar sem félagið reynir að grynnka á launakostnaði. (Star)

Real Madrid er tilbúið að láta norska miðjumanninn Martin Ödegaard (22) fara fyrir um 43 milljónir punda. Arsenal hefur áhuga á að fá hann eftir vel heppnaða lánsdvöl á síðasta tímabili. (ESPN)

AC Milan vill fá marokkóska vængmanninn Hakim Ziyech (28) frá Chelsea til að auka valkostina sóknarlega. (Calciomercato)

Aston Villa er tilbúið að hefja viðræður við markvörðinn Emiliano Martínez (28) um nýjan langtímasamning. Áhuginn á honum hefur aukist eftir að hann hjálpaði Argentínu að vinna Copa America. (90min)

Torino hefur boðið Andrea Belotti (27) mjög góðan samning til að fæla burt áhuga Roma og Arsenal á sóknarmanninum (Tuttomercatoweb)

Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema (33) er að fara að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid sem heldur honum í spænsku höfuðborginni til 2023. (Marca)

Watford mun gera tilboð í írska miðjumanninn James McGrath (24) ef félagið nær ekki að kaupa Lewis Ferguson (21) frá Aberdeen. (Sun)

Newcastle United er að vinna Aston Villa í baráttunni um Axel Tuanzebe (23) á lánssamningi frá Manchester United. (Football Insider)

Girgio Chiellini (36), miðvörður ítalska landsliðsins, býst við að skrifa undir nýjan samning við Juventus en samningur hans rann út í sumar, á meðan hann hjálpaði Ítalíu að vinna EM alls staðar. (Football Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner