Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   fös 30. júlí 2021 21:14
Victor Pálsson
Verður Mbappe áfram? - Draumurinn er í París
Kylian Mbappe hefur gefið í skyn að hann muni spila með liði Paris Saint-Germain á næstu leiktíð þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Real Madrid er endalaust orðað við Mbappe þessa dagana en hvort peningarnir séu til er íljóst.

Mbappe verður samningslaus á næsta ári en hann segir að draumurinn sé að vinna Meistaradeildina með franska liðinu.

„Stærsti draumurinn er að vinna Meistaradeildina með PSG, það yrði stórkostlegt," sagði Mbappe.

„Að vinna annað heimsmeistaramót væri einnig frábært."

Mbappe er aðeins 22 ára gamall en hann hefur enn ekki viljað krota undir framlengingu á samningnum.
Athugasemdir