Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   mið 30. júlí 2025 23:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Akureyri
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
'Við teljum okkur eiga góðan séns á að gefa þeim góðan leik og þetta er ekkert flókið, við ætlum okkur bara að fara áfram'
'Við teljum okkur eiga góðan séns á að gefa þeim góðan leik og þetta er ekkert flókið, við ætlum okkur bara að fara áfram'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég tel möguleika okkar á því að fara áfram vera besta með því að spila skipulagðan varnarleik'
'Ég tel möguleika okkar á því að fara áfram vera besta með því að spila skipulagðan varnarleik'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Steini Eiðs var í liði KA sem mætti bosníska liðinu Sloboda Tuzla árið 2003.
Steini Eiðs var í liði KA sem mætti bosníska liðinu Sloboda Tuzla árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég vona innilega að við nýtum þessa orku og fáum áhorfendur með okkur. Þá vitum við að það getur allt gerst'
'Ég vona innilega að við nýtum þessa orku og fáum áhorfendur með okkur. Þá vitum við að það getur allt gerst'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum búnir að koma okkur í helvíti skemmtilega stöðu með því að hafa átt góðan leik úti og teljum okkur eiga hörkuséns á móti virkilega góðu liði. Þeir eru aðeins að hiksta núna og þetta er ekki venjulegur leikur fyrir þá; að fljúga til Akureyrar og fara á öðruvísi völl en þeir eru vanir. Við ætlum að nýta okkur það. Við teljum okkur eiga góðan séns á að gefa þeim góðan leik og þetta er ekkert flókið, við ætlum okkur bara að fara áfram," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net.

Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg.

„Þeir munu finna fyrir því ef hlutirnir ganga ekki upp"
„Lykillinn er gott skipulag, það er ekkert launungarmál að Silkeborg er með frábæra leikmenn, taktíkin gekk vel, strákarnir stóðu sig ótrúlega vel að halda þeim í skefjum. Það sem ég var ótrúlega ánægður með var að við þorðum að gera vel með boltann, héldum í boltann. Það eru svæði á móti þessu liði sem þú getur farið í og fengið smá frið; þeir eru ekki gott pressulið, það er þekkt í Danmörku og þeir vita það sjálfir. Við náðum að gera vel bæði á boltann í uppspilinu og loka vel á þá. Við fengum 3-4 góða sénsa og ef hlutirnir ganga upp hérna heima þá er ég fullviss um að við eigum góða möguleika á að vinna þá."

„Þetta verður mjög svipað og í fyrri leiknum, ég tel möguleika okkar á því að fara áfram vera besta með því að spila skipulagðan varnarleik. Það sást nokkrum sinnum í fyrri leiknum þegar við fórum aðeins á þá og pressan gekk ekki, þá voru þeir fljótir að refsa. Þeir eru með virkilega mikil gæði."

„Þeir spila áhættusækinn fótbolta, tímabilið er að byrja hjá þeim og þeir eru búnir að haltra; töpuðu fyrsta deildarleiknum, gerðu jafntefli við okkur sem var ekki jákvætt og töpuðu svo næsta leik, þannig það er komin alvöru pressa á þá. Þeir eru með nokkra unga leikmenn sem ég held að munu finna fyrir því ef hlutirnir ganga ekki upp. Það getur gert mikið fyrir okkur ef við stöndum okkur vel í byrjun leiksins og í fyrri hálfleiknum, þá gætu þeir farið að byrja að efast og orðið stressaðir."


Æðislegt að spila Evrópuleik á Akureyri
Hversu mikilvægt er það fyrir KA að spila á heimavellinum, Greifavelli?

„Það er bara æðislegt að það sé Evrópuleikur á Akureyri, okkar heimavelli. Það er langt síðan síðast, held að Steini Eiðs (Steingrímur Örn Eiðsson, aðstoðarmaður Hadda) hafi verið leikmaður þegar það gerðist síðast niðri á Akureyrarvelli. Það er bara æðislegt, við erum búnir að vera heppnir að hafa getað spilað frábæra Evrópuleiki fyrir sunnan. Ég finn það á fólkinu hérna í bænum að það er mikil spenna, fólk er ánægt, spilum þennan leik hér og ef við förum áfram þá fer næsti heimaleikur í Evrópu fram fyrir sunnan. Það kemur svo frábær aðstaða (með nýja vellinum) á næsta ári. Ég finn það á öllu nærsamfélaginu að það er mikil spenna."

Allir finna að liðið á góðan séns á móti Silkeborg
Hvernig verður að labba út á völlinn á morgun?

„Það verður æðislegt, full stúka og ég býst við alvöru stuðningi. Það er gír í okkur, ekki bara leikmönnum, við finnum allir að við eigum séns á móti Silkeborg. Ég vona innilega að við nýtum þessa orku og fáum áhorfendur með okkur. Þá vitum við að það getur allt gerst," segir þjálfarinn.

Ef KA tekst að leggja Silkeborg að velli þá mæta Norðanmenn annað hvort Novi Pazar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi í næstu umferð. Jagiellonia leiðir það einvígi 2-1 eftir leikinn í Serbíu.

Viðtalið við Hadda má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner