Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mið 30. september 2020 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Bjarnason: Ekki mætt svona vel á leiki í efri deildum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hamri mistókst að komast upp í 3. deild þegar liðið tók á móti KFS í úrslitaleik í dag. KFS hafði unnið fyrri leikinn 1-0 í Vestmannaeyjum og því voru Hvergerðingar ennþá vel inni í viðureigninni fyrir seinni leikinn.

Það fór þó ekki vel fyrir heimamenn sem töpuðu 0-1 og munu því spila aftur í 4. deildinni á næsta ári. Jóhann Bjarnason, þjálfari Hamars, var svekktur að leikslokum.

„Þetta er gríðarlegt svekkelsi, sérstaklega eftir leikinn í Eyjum þar sem við fengum mark á okkur á síðustu mínútunni. Það eru hættuleg úrslit að tapa 1-0 úti og mega þá ekki misstíga sig heima. Þetta eru tvö góð lið og ég vil óska KFS strákunum til hamingju, þetta eru flottir strákar," sagði Jóhann að leikslokum.

„Við byrjuðum leikinn vel og vorum kannski óheppnir að fá ekki mark þarna í byrjun. Þetta er svo skrítinn fótbolti oft í fjórðu deildinni, manni finnst maður vera kominn yfir og svo fær maður eitt skítamark í andlitið. Ég tek þetta samt ekki af KFS, þeir voru bara flottir og ég er stoltur af mínum strákum líka.

„Þessi úrslitakeppni er það sem gerir þetta svolítið sexý alltsaman. Við fórum einu skrefi lengra heldur en í fyrra og verðum að sjá hvað við gerum."


Jóhann gæti haldið áfram með Hamar á næstu leiktíð en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

„Ég er með lausan samning núna og ég veit ekkert. Ég hef svosem alveg áhuga á að vera áfram ef þeir nenna að hlusta á mig. Ég tel mig vera með frábært lið í höndunum sem er skipað af ungum og heimastrákum sem eru tilbúnir til að leggja gríðarlega mikið á sig. Hér er frábær stjórn og umgjörð og allt, við eigum bara eftir að setjast niður og ræða málin.

„Það er allt til staðar hérna í Hveragerði, það er ekki mætt svona vel á marga leiki í efri deildunum en það hefði verið gaman að gleðja fólkið okkar."

Athugasemdir
banner
banner
banner