Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mið 30. september 2020 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Bjarnason: Ekki mætt svona vel á leiki í efri deildum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hamri mistókst að komast upp í 3. deild þegar liðið tók á móti KFS í úrslitaleik í dag. KFS hafði unnið fyrri leikinn 1-0 í Vestmannaeyjum og því voru Hvergerðingar ennþá vel inni í viðureigninni fyrir seinni leikinn.

Það fór þó ekki vel fyrir heimamenn sem töpuðu 0-1 og munu því spila aftur í 4. deildinni á næsta ári. Jóhann Bjarnason, þjálfari Hamars, var svekktur að leikslokum.

„Þetta er gríðarlegt svekkelsi, sérstaklega eftir leikinn í Eyjum þar sem við fengum mark á okkur á síðustu mínútunni. Það eru hættuleg úrslit að tapa 1-0 úti og mega þá ekki misstíga sig heima. Þetta eru tvö góð lið og ég vil óska KFS strákunum til hamingju, þetta eru flottir strákar," sagði Jóhann að leikslokum.

„Við byrjuðum leikinn vel og vorum kannski óheppnir að fá ekki mark þarna í byrjun. Þetta er svo skrítinn fótbolti oft í fjórðu deildinni, manni finnst maður vera kominn yfir og svo fær maður eitt skítamark í andlitið. Ég tek þetta samt ekki af KFS, þeir voru bara flottir og ég er stoltur af mínum strákum líka.

„Þessi úrslitakeppni er það sem gerir þetta svolítið sexý alltsaman. Við fórum einu skrefi lengra heldur en í fyrra og verðum að sjá hvað við gerum."


Jóhann gæti haldið áfram með Hamar á næstu leiktíð en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

„Ég er með lausan samning núna og ég veit ekkert. Ég hef svosem alveg áhuga á að vera áfram ef þeir nenna að hlusta á mig. Ég tel mig vera með frábært lið í höndunum sem er skipað af ungum og heimastrákum sem eru tilbúnir til að leggja gríðarlega mikið á sig. Hér er frábær stjórn og umgjörð og allt, við eigum bara eftir að setjast niður og ræða málin.

„Það er allt til staðar hérna í Hveragerði, það er ekki mætt svona vel á marga leiki í efri deildunum en það hefði verið gaman að gleðja fólkið okkar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner