Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   mið 30. september 2020 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Bjarnason: Ekki mætt svona vel á leiki í efri deildum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hamri mistókst að komast upp í 3. deild þegar liðið tók á móti KFS í úrslitaleik í dag. KFS hafði unnið fyrri leikinn 1-0 í Vestmannaeyjum og því voru Hvergerðingar ennþá vel inni í viðureigninni fyrir seinni leikinn.

Það fór þó ekki vel fyrir heimamenn sem töpuðu 0-1 og munu því spila aftur í 4. deildinni á næsta ári. Jóhann Bjarnason, þjálfari Hamars, var svekktur að leikslokum.

„Þetta er gríðarlegt svekkelsi, sérstaklega eftir leikinn í Eyjum þar sem við fengum mark á okkur á síðustu mínútunni. Það eru hættuleg úrslit að tapa 1-0 úti og mega þá ekki misstíga sig heima. Þetta eru tvö góð lið og ég vil óska KFS strákunum til hamingju, þetta eru flottir strákar," sagði Jóhann að leikslokum.

„Við byrjuðum leikinn vel og vorum kannski óheppnir að fá ekki mark þarna í byrjun. Þetta er svo skrítinn fótbolti oft í fjórðu deildinni, manni finnst maður vera kominn yfir og svo fær maður eitt skítamark í andlitið. Ég tek þetta samt ekki af KFS, þeir voru bara flottir og ég er stoltur af mínum strákum líka.

„Þessi úrslitakeppni er það sem gerir þetta svolítið sexý alltsaman. Við fórum einu skrefi lengra heldur en í fyrra og verðum að sjá hvað við gerum."


Jóhann gæti haldið áfram með Hamar á næstu leiktíð en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

„Ég er með lausan samning núna og ég veit ekkert. Ég hef svosem alveg áhuga á að vera áfram ef þeir nenna að hlusta á mig. Ég tel mig vera með frábært lið í höndunum sem er skipað af ungum og heimastrákum sem eru tilbúnir til að leggja gríðarlega mikið á sig. Hér er frábær stjórn og umgjörð og allt, við eigum bara eftir að setjast niður og ræða málin.

„Það er allt til staðar hérna í Hveragerði, það er ekki mætt svona vel á marga leiki í efri deildunum en það hefði verið gaman að gleðja fólkið okkar."

Athugasemdir
banner
banner