Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hamren lokaði æfingu til að koma í veg fyrir njósnir
Enginn að njósna takk.
Enginn að njósna takk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfing hjá liði Álaborgar (AaB) fór fram fyrir luktum dyrum í gær. Erik Hamren, nýr þjálfari liðsins og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segist hafa tekið þá ákvörðun til að koma í veg fyrir njósnir frá öðrum félögum.

Hamrén tók við Álaborg fyrir tveimur vikum síðan. Þetta er fyrsta þjálfarastarf Hamren síðan hann hætti með íslenska landsliðið 2020. Hann þekkir vel til hjá Álaborg þar sem hann þjálfaði liðið 2004-2008. Hann gerði liðið að dönskum meistara 2008.

Liðið hefur ekki byrjað tímabilið vel í Danmörku og er í næstneðsta sæti með níu stig eftir tíu umferðir. Í kvöld mætir liðið OB, liðinu sem Aron Elís Þrándarson spilar með.

„Á flestum stöðum í heiminum eru æfingasvæði alltaf lokuð. Það á ekki að vera þannig hér, en okkur verður að líða þannig að við getum gert hluti þar án þess að stuðningsmenn annarra félaga séu að fylgjast með okkur," sagði Hamren við Nordjyske.

„Stundum er líka gott að hafa tækifæri til að vera einn, án þess að þurfa að hugsa um að það sé einhver sem sé að horfa," bætti sænski þjálfarinn við.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner