Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 30. september 2022 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maguire ekki með í borgarslagnum - Rashford og Martial byrjaðir að æfa
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, staðfesti á fréttamannafundi í dag að fyrirliði liðsins, Harry Maguire, gæti ekki spilað gegn Manchester City á sunnudag vegna meiðsla.

Maguire meiddist í leik með Englandi gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni á mánudag. Maguire hefur ekki verið í byrjunarliði United í síðustu deildarleikjum. Þeir Raphael Varane og Lisandro Martínez hafa byrjað síðustu leiki og verða líklega í hjarta varnarinnar gegn City.

Á fundinum sagði Ten Hag þá frá því að þeir Marcus Rashford og Anthony Martial væru byrjaðir að æfa eftir meiðsli. Þeir gætu því verið klárir í slaginn á sunnudag.

Ten Hag var valinn stjóri mánaðarins í september þar sem United vann báða sína leiki. Fyrst vannst sigur gegn Leicester og svo sigur gegn Arsenal.

„Við afrekuðum þetta sem hópur. Við gerðum þetta saman og það sýnir að við erum á leið í rétta átt. En það er mikið pláss fyrir bætingar," sagði Ten Hag á fundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner