Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 30. september 2023 14:51
Aksentije Milisic
Manchester liðin undir í hálfleik - Lítur vel út hjá Arsenal
Dias gerði sjálfsmark.
Dias gerði sjálfsmark.
Mynd: Getty Images

Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14 og er nokkuð óvænt staða komin upp í nokkrum þeirra.


Manchester United er að tapa á heimavelli gegn Crystal Palace þar sem varnarmaðurinn Joachim Andersen skoraði stórglæsilegt mark. Hann þrumaði þá knettinum í fyrsta upp í fjærhornið, óverjandi fyrir Andre Onana.

Manchester City er einnig undir en Ruben Dias gerði sjálfsmark í leiknum þeirra gegn Wolves á útivelli. Það er frábær stemning á Molineux leikvangnum og ljóst að City á verk fyrir höndum í síðari hálfleiknum.

Þá eru nýliðar Luton 1-2 yfir gegn Everton á Goodison Park en gestirnir komust í tveggja marka forystu aður en Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn fyrir þá bláklæddu.

Arsenal er með tveggja marka forystu gegn Bournemouth þar sem Bukayo Saka og Martin Ödegaard sáu um mörkin. Þá er West Ham að vinna Sheffield United og Newcastle er yfir gegn Burnley.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner