Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 30. september 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Geta blandað sér í Evrópubaráttuna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan og ÍA mætast í lokaleik 2. umferðar í efri hluta Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Valur, sem er í þriðja sætinu, tapaði fyrir toppliði Víkings í gær og getur því Stjarnan eða ÍA saxað á forskot Valsara.

Stjörnumenn eru í 4. sæti með 35 stig, fjórum stigum á eftir Val, en ÍA er í 5. sæti með 34 stig.

Efstu þrjú sætin gefa þátttökurétt í Evrópukeppni, en KA-menn tóku fjórða Evrópusætið með því að vinna Mjólkurbikarinn.

Leikur dagsins:

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner