Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 30. október 2023 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar sagður vilja Ole Martin til Fram - Gregg Ryder vill halda honum
Rúnar er sagður vilja fá Ole Martin með sér í Fram. Gregg Ryder vill halda honum hjá KR.
Rúnar er sagður vilja fá Ole Martin með sér í Fram. Gregg Ryder vill halda honum hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder og Páll Kristjánsson við undirskrift þess fyrrnefnda sem þjálfara KR um helgina.
Gregg Ryder og Páll Kristjánsson við undirskrift þess fyrrnefnda sem þjálfara KR um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ole Martin Nesselquist.
Ole Martin Nesselquist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina kom fram að Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari Fram hafi í huga að fá Ole Martin Nesselquist með sér til Fram. KR-ingar ætla ekki að sleppa honum lausum.

Norðmaðurinn var aðstoðarmaður Rúnars hjá KR í sumar en eftir tímabilið var ljóst að Rúnar yrði ekki áfram og Ole Martin er enn samningsbundinn vesturbæjarfélaginu. Rúnar tók svo við Fram í síðustu viku.

„Ég heyrði að Rúnar vilji taka þann norska með sér, Ole Martin í Úlfarsárdalinn," sagði Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net í útvarpsþættinum. „Hann er á samning hjá KR og maður heyrir að hann sé ekki alveg í áætlunum þeirra og ég held það væri farsæl lausn," bætti hann við.

Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR ræddi við Fótbolta.net eftir að Gregg Ryder var ráðinn sem nýr þjálfari liðsins um helgina. Hann var spurður út í þetta.

   28.10.23 19:46
Páll Kristjánsson formaður KR ræðir nýjan þjálfara og gagnrýnar raddir


„Ég hef ekki heyrt þær sögur. Minn fókus hefur fyrst og fremst verið á að einblína á að klára þessa þjálfararáðningu og þegar það er frá setjumst við niður og skoðum landið og hvernig þjálfararnir ná saman. Ég þykist vita að Rúnar myndi vilja fá hann með sér því Ole Martin er frábær þjálfari og hefur fullt af kostum. Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri vilji fyrir því en hann er samningsbundinn KR. Það er ekkert í pípunum þess efnis að KR sleppi honum," sagði Páll.

Gregg Ryder ræddi einnig við Fótbolta.net um helgina og hann sagðist vilja halda Ole Martin sem aðstoðarmanni sínum.

   28.10.23 19:14
Gregg Ryder nýr þjálfari KR: Ég er með svart og hvítt í blóðinu


Svo er Ole Martin líka aðstoðarþjálfari. Hann er hérna ennþá og verður það. Ég hef ekki rætt við hann ennþá en það er planið. Starfsfólkið sem er hérna núna verður starfsfólkið. Það lítur allt mjög jákvætt út í kringum liðið og það er mikilvægt," sagði Gregg.

Spjallið við Pál var birt á hlaðvarpsmiðlum Fótbolta.net um helgina og má nálgast í helstu hlaðvarpsforritum. Það má einnig heyra hér að neðan sem og útvarpsþáttinn Fótbolti.net um helgina.
Útvarpsþátturinn - Óvænt útspil KR og undirbúningur á Akranesi
Páll Kristjánsson formaður KR ræðir nýjan þjálfara og gagnrýnar raddir
Athugasemdir
banner
banner
banner