Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2020 09:31
Magnús Már Einarsson
Liverpool ekki búið að bjóða í Schuurs - Konate til Arsenal?
Powerade
Perr Schuurs
Perr Schuurs
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúðurpakka dagsins. Njótið!



Þýski miðjumaðurinn Sami Khedira (33) segir koma til greina að fara í ensku úrvalsdeildina þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Khedira segist vera í sambandi við Carlo Ancelotti stjóra Everton og Jose Mourinho stjóra Tottenham. (ZDF)

Perr Schuurs (21) varnarmaður Ajax, hefur verið orðaður við Liverpool. Ensku meistararnir hafa þó ekki lagt fram tilboð í hann ennþá. (Voetbal Primeur)

West Ham og Chelsea eru að fylgjast með Matthew Bondswell (18) enskum vinstri bakverði RB Leipzig. (Telegraph)

Leikur Newcastle og Aston Villa næstkomandi föstudag gæti verið í hættu eftir að fjórir leikmenn og einn starfsmaður Newcastle greindust með kórónuveiruna. (Guardian)

Gus Poyet gæti tekið við sem stjóri Sunderland á nýjan leik eftir að Phil Parkinson var rekinn. (Northern Echo)

Arsenal hefur áhuga á Ibrahima Konate (21) varnarmanni RB Leipzig og vonast til að geta keypt hann í sínar raðir í janúar. (Todofichajes)

Newcatle er að íhuga að fá vinstri bakvörðin Jetro Willems (26) aftur frá Frankfurt en hann var á láni hjá félaginu á síðasta tímabili. Willems spilaði þá tuttugu leiki áður en hann meiddist illa á hné. (Shields Gazzette)

Celtic vill fá miðjumannin James McCarthy (30) frá Crystal Palace. Aston Villa og Burnley hafa líka áhuga. (Teamtalk)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist ekki búast við miklum breytingum í janúar glugganum. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner