banner
   þri 30. nóvember 2021 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hemmi hefur áhuga á að starfa áfram í kringum U21 liðið
Icelandair
Hermann og fjölskylda.
Hermann og fjölskylda.
Mynd: ibvsport.is
Það vakti athygli fyrr í þessum mánuði að Hermann Hreiðarsson fór ekki með í U21 árs landsliðsverkefnið en hann er aðstoðarþjálfari liðsins. Davíð Snorri Jónasson var með Ólaf Kristjánsson til aðstoðar í verkefninu.

Sjá einnig:
Óli Kristjáns með U21 í fjarveru Hemma

Fótbolti.net ræddi við Hermann í dag og spurði hann út í hvers vegna hann fór ekki með í verkefnið en Ísland lék gegn Liechtenstein og Grikklandi í síðasta verkefni.

„Það var mjög einföld ástæða fyrir því. Ég tók við sem þjálfari ÍBV í haust og var einn þjálfari liðsins. Það átti ennþá eftir að ganga frá ýmsum hlutum í kringum það, flutningar til Eyja og annað. Ég vildi, og það þurfti að, skipuleggja hluti í kringum liðið. Við Davíð ræddum það okkar á milli og það var allt á góðum nótum," sagði Hemmi.

Hafiði rætt saman um næstu verkefni?

„Já, við höfum gert það en það hefur svo sem ekkert verið ákveðið."

Hemmi segist vilja vera áfram í kringum liðið en hann þurfi þó að skipuleggja sig vel ef hann á að vera í burtu frá ÍBV í lengri tíma í landsleikjahléum.
Athugasemdir
banner
banner
banner