Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   mið 30. nóvember 2022 17:43
Elvar Geir Magnússon
Aðhlátursefni í Katar - Hjulmand fær 0 í einkunn
Vandræðalegt og niðurlægjandi segir Ekstra Bladet.
Vandræðalegt og niðurlægjandi segir Ekstra Bladet.
Mynd: BT
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins.
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Danska pressan er með stríðsfyrirsagnir eftir að danska liðið tapaði fyrir Ástralíu og er á heimleið frá Katar. Danmörk hafnaði í neðsta sæti riðils síns með aðeins eitt stig.

BT segir að niðurstaðan séu mestu vonbrigði í sögu Danmerkur og Ekstra Bladet talar um verstu frammistöðu danska liðsins á heimsmeistaramóti.

„Vandræðalegt og niðurlægjandi," segir Ekstra Bladet og BT gefur þjálfaranum Kasper Hjulmand 0 í einkunn af sex mögulegum.

„Versta frammistaðan undir stjórn Kasper Hjulmand. Taktískt yfirspilaður af bæði Túnis og Ástralíu, liðum sem eru ekki með einn leikmann sem gæti komið inn í byrjunarlið Dana. Hann hefur virst ráðalaus og engin af ákvörðunum hans virkað," segir í umsögn blaðsins.

Talað er um að þetta hafi verið misnotað tækifæri fyrir þessa gullkynslóð Danmerkur, tækifæri sem ekki muni gefast aftur.

Tipsbladet segir að danska liðið hafi orðið aðhlátursefni í Katar, liðið hafi ekki sýnt neina ástríðu og enga fótboltahæfileika.

Berlingske talar um 'Fíaskó' í fyrirsögn og segir að hlutlausir fótboltaáhugamenn muni ekki sakna danska liðsins af mótinu sem hafi sýnt hægan og leiðinlegan fótbolta. Vitnað er í norskan íþróttafréttamann sem segir aðeins eitt lið hafa verið lélegra á HM, þar er hann væntanlega að tala um gestgjafana í Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner