Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mið 30. nóvember 2022 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zabaleta: Þetta er það sem við bjuggumst við af Argentínu
Pablo Zabaleta og Lionel Messi
Pablo Zabaleta og Lionel Messi
Mynd: EPA

Pablo Zabaleta fyrrum landsliðsmaður Argentínu var ánægður með sína menn eftir sigurinn á Póllandi í kvöld.


Zabaleta var sérfræðingur hjá BBC yfir leiknum en hann sagði að þetta hafi verið besti leikur sinna manna á mótinu.

„Þetta er það sem við bjuggumst við af Argentínu fyrir HM. Enzo Fernandez, Julian Alvarez hafa skorað. Það lítur út fyrir að Scaloni sé búinn að finna besta byrjunarliðið svo vonandi sjáum við það aftur," sagði Zabaleta.

Þá sagði Zabaleta að Argentína var heppið með að fá Ástralíu sem kom á óvart og komst í 16 liða úrslitin á kostnað Danmerkur og Túnis.


Athugasemdir
banner
banner