þri 31. mars 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Vonandi geta konur framherjana hjálpað þeim
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, tjáði sig í dag um einstaklingsæfingar leikmanna og því uppleggi sem þeir eiga að fylgja.

Solskjær sagði að framherjar liðsins ættu að vera æfa það að klára færin sín.

„Framherjarnir ættu að vera að æfa að klára færi eða hreyfingar í teignum. Flestir leikmennirnir eru með góða aðstöðu og góðan garð."

„Vonandi geta eiginkonur þeirra eða kærustur hjálpað þeim með því að gefa sendingar og fyrirgjafir á þá."


Ekki er vitað hvort eða hvenær deildin fer aftur á stað á Englandi en eins og staðan er núna er United í 5. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner