Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fös 31. mars 2023 11:53
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúnar Kristins búinn að fá símtal frá KSÍ?
Icelandair
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er að heyra nafn Rúnars Kristinssonar," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar rætt er um hver verði mögulega næsti landsliðsþjálfari.

„Það hefur heyrst að hann sé búinn að fá símtalið. Reynsla, einn af okkar bestu atvinnumönnum, hefur unnið allt hér heima nokkrum sinnum, hefur ferilinn og virðingu, hann er með 'attitjúdið' í þetta. Hann er maður sem lætur ekki vaða yfir sig og kann að meta góðan varnarleik," segir Tómas Þór Þórðarson.

Elvar velti því fyrir sér hvort það gæti truflað að sonur hans sé markvörður liðsins, Rúnar Alex?

„Er ekki sonur aðstoðarþjálfarans miðjumaður liðsins? Þetta er Ísland. Tveir synir síðasta aðstoðarþjálfara voru í liðinu og sá þriðji að banka á dyrnar. Þetta skiptir engu máli," segir Tómas.

Rúnar Kristinsson þjálfar nú KR en hann lék yfir 100 landsleiki fyrir Ísland á leikmannaferli sínum.

„Lengi hefur maður hugsað út í að einn daginn muni Rúnar taka við landsliðinu. Spurning hvort það sé kominn tími á hann?" segir Elvar.
Útvarpsþátturinn - Arnar rekinn og rýnt í Bestu
Athugasemdir
banner
banner