Allar meiddar á bekknum.

Þór/KA vann í kvöld sannfærandi 7-0 heimasigur á Völsungi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þór/KA leiddi 3-0 í hálfleik og gerði svo algjörlega út um leikinn með þremur mörkum í viðbót á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks.
Lestu meira um Þór/KA 7-0 Völsungur hér.
Lestu meira um Þór/KA 7-0 Völsungur hér.
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þór/KA, var í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í kvöld.
„Ég er mjög glaður og góður sigur gegn spræku Völsungsliði," sagði Donni eftir leik.
„Markmiðið var að fara áfram og herja svolítið á þær og við erum með sterkara lið en Völsungur. Við ætluðum að skora sem fyrst og stelpurnar gerðu þetta fagmannlega frá fyrstu mínútu."
Sandra Stephany Mayor fór meidd af velli eftir rúmlega hálftíma leik í kvöld og var Donni spurður út í meiðslin.
„Hún fékk einkenni af tognun framan í læri og við tókum enga áhættu. Gæti verið klár í næsta leik."
„Allar sem voru á bekknum voru meiddar. Við ætluðum að setja tvær inn á sem eru í 3. flokki en þær voru einnig smávægilega meiddar."
„Við viljum fá heimaleik í næstu umferð. Gaman að spila hér á Þórsvellinum."
Þá var Donni spurður út í landsliðshópinn sem var valinn á dögunum fyrir næsta verkefni A-landsliðs kvenna. Engin í Þór/KA liðinu er í hópnum. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen detta úr hópnum frá síðasta verkefni. Donni vildi ekki tjá sig um valið.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir