Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
   fös 31. maí 2019 21:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Donni: Stelpurnar gerðu þetta fagmannlega frá fyrstu mínútu
Allar meiddar á bekknum.
Kvenaboltinn
Donni var ánægður með sínar stelpur í kvöld.
Donni var ánægður með sínar stelpur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA vann í kvöld sannfærandi 7-0 heimasigur á Völsungi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þór/KA leiddi 3-0 í hálfleik og gerði svo algjörlega út um leikinn með þremur mörkum í viðbót á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks.

Lestu meira um Þór/KA 7-0 Völsungur hér.

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þór/KA, var í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í kvöld.

„Ég er mjög glaður og góður sigur gegn spræku Völsungsliði," sagði Donni eftir leik.

„Markmiðið var að fara áfram og herja svolítið á þær og við erum með sterkara lið en Völsungur. Við ætluðum að skora sem fyrst og stelpurnar gerðu þetta fagmannlega frá fyrstu mínútu."

Sandra Stephany Mayor fór meidd af velli eftir rúmlega hálftíma leik í kvöld og var Donni spurður út í meiðslin.

„Hún fékk einkenni af tognun framan í læri og við tókum enga áhættu. Gæti verið klár í næsta leik."

„Allar sem voru á bekknum voru meiddar. Við ætluðum að setja tvær inn á sem eru í 3. flokki en þær voru einnig smávægilega meiddar."

„Við viljum fá heimaleik í næstu umferð. Gaman að spila hér á Þórsvellinum."


Þá var Donni spurður út í landsliðshópinn sem var valinn á dögunum fyrir næsta verkefni A-landsliðs kvenna. Engin í Þór/KA liðinu er í hópnum. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen detta úr hópnum frá síðasta verkefni. Donni vildi ekki tjá sig um valið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner