sun 31. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frábær byrjun Flick hjá Bayern - Schalke í frjálsu falli
FC Bayern jók forystu sína á toppi þýsku deildarinnar í tíu stig með öruggum 5-0 sigri gegn Fortuna Düsseldorf í gær.

Hans-Dieter eða 'Hansi' Flick tók við þjálfarastarfinu af Niko Kovac síðasta haust og hefur gengi Bayern verið stórkostlegt síðan. Enginn nýr þjálfari Bayern hefur byrjað jafn vel og Flick í 55 ár, enda hefur Bayern unnið 22 af 25 leikjum undir hans stjórn, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. Á þessum tíma er liðið búið að skora 80 mörk og fá 16 á sig.

Kovac var rekinn frá Bayern síðasta haust en hann hafði kvartað undan því að leikmannahópurinn væri ekki nægilega góður til að drottna yfir þýsku deildinni. Flick, sem var aðstoðarþjálfari Kovac áður en hann tók við aðalliðinu, er búinn að afsanna það.

Svipaða sögu var hægt að segja um David Wagner hjá Schalke þar sem liðinu gekk afar vel á fyrri hluta tímabils.

Nú hafa hlutirnir hins vegar tekið skarpa beygju á verri veg og er liðið aðeins búið að skora þrjú mörk í síðustu ellefu deildarleikjum.

Í gær átti Schalke heimaleik við fallbaráttulið Werder Bremen og tapaði 0-1. Það var ellefti deildarleikur liðsins í röð án sigurs.

Schalke hefur aðeins náð í fjögur stig úr síðustu ellefu leikjum þrátt fyrir að fimm neðstu lið deildarinnar hafi verið meðal andstæðinga.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner