Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   mið 31. júlí 2024 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Tók sigur gegn uppeldisfélaginu sínu - „Núna er ég Valsari"
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er bara góð. Það er gott að vinna Breiðablik og ég er bara virkilega ánægð með sigurinn," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

Berglind skoraði tvennu í síðasta leik gegn Tindastóli en byrjaði á bekknum í dag. Hún átti fína innkomu í síðari hálfleik.

„Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik og við skorum frábært mark. Svo héldum við bara áfram í seinni hálfleik. Maður vill alltaf byrja leiki, en ég kom inn á og reyndi að gera mitt besta."

Berglind eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur verið að koma til baka eftir það.

„Þetta hefur gengið fínt og er alltaf að verða betra og betra. Þetta kemur bara með hverjum leiknum. Mér fannst ég vera tilbúin (að spila meira) fyrir einhverjum leikjum síðan. Mér finnst ég vera tilbúin og vonandi fæ ég tækifæri fljótlega," segir Berglind.

Berglind er uppalin í Breiðabliki og hefur spilað stóran hluta ferilsins í græna hluta Kópavogs. Valur lagði meira á sig en Breiðablik til að fá hana fyrir tímabilið, en hvernig var að spila gegn uppeldisfélaginu?

„Þetta eru svona smá blendnar tilfinningar. Þetta er mitt uppeldisfélag en núna er ég Valsari. Það er geggjað að vinna þennan leik og vera á góðum stað á toppnum."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner