Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   mið 31. júlí 2024 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Tók sigur gegn uppeldisfélaginu sínu - „Núna er ég Valsari"
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er bara góð. Það er gott að vinna Breiðablik og ég er bara virkilega ánægð með sigurinn," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

Berglind skoraði tvennu í síðasta leik gegn Tindastóli en byrjaði á bekknum í dag. Hún átti fína innkomu í síðari hálfleik.

„Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik og við skorum frábært mark. Svo héldum við bara áfram í seinni hálfleik. Maður vill alltaf byrja leiki, en ég kom inn á og reyndi að gera mitt besta."

Berglind eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur verið að koma til baka eftir það.

„Þetta hefur gengið fínt og er alltaf að verða betra og betra. Þetta kemur bara með hverjum leiknum. Mér fannst ég vera tilbúin (að spila meira) fyrir einhverjum leikjum síðan. Mér finnst ég vera tilbúin og vonandi fæ ég tækifæri fljótlega," segir Berglind.

Berglind er uppalin í Breiðabliki og hefur spilað stóran hluta ferilsins í græna hluta Kópavogs. Valur lagði meira á sig en Breiðablik til að fá hana fyrir tímabilið, en hvernig var að spila gegn uppeldisfélaginu?

„Þetta eru svona smá blendnar tilfinningar. Þetta er mitt uppeldisfélag en núna er ég Valsari. Það er geggjað að vinna þennan leik og vera á góðum stað á toppnum."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir