
Ásmundur Haraldsson er hættur sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Frá þessu segir KSÍ á samfélagsmiðlum sínum.
Fyrr í dag tilkynnti Ólafur Pétursson að hann væri hættur sem markvarðarþjálfari liðsins en Þorsteinn Halldórsson mun halda áfram sem landsliðsþjálfari.
Fyrr í dag tilkynnti Ólafur Pétursson að hann væri hættur sem markvarðarþjálfari liðsins en Þorsteinn Halldórsson mun halda áfram sem landsliðsþjálfari.
Ási hefur starfað sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í yfir 100 leiki en hann var einnig aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar.
„Ásmundur Haraldsson lætur nú af störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna. Ásmundur gegndi starfi aðstoðarþjálfara liðsins árin 2013-2018, tók aftur við stöðunni árið 2021 og hefur verið í þjálfarateymi íslenska liðsins á þremur stórmótum – EM 2017, EM 2022 og EM 2025," segir í tilkynningu KSÍ og er Ása þakkað fyrir sitt starf.
„Leit að eftirmönnum Ásmundar og Ólafs er hafin. Ekki verða gerðar aðrar breytingar á þjálfarateyminu," segir þá á vef KSÍ.
Athugasemdir