Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
ÍA fær þrjá leikmenn fyrir lokasprettinn (Staðfest)
Kvenaboltinn
Berta Sóley er gengin í raðir ÍA
Berta Sóley er gengin í raðir ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagakonur hafa styrkt sig fyrir seinni hluta Íslandsmótsins en þær Berta Sóley Sigtryggsdóttir, Inga Ragnarsdóttir og Tinna Björk Helgadóttir eru allar komnar til félagsins.

Berta Sóley er fædd árið 2000 og uppalin í Gróttu, en spilað með ÍR síðastliðin fimm ár.

Hún á 42 deildarleiki með ÍR og 12 mörk á tíma sínum þar.

Inga er fædd árið 2006 og kemur frá Víkingum. Hún hefur spilað með 2. flokki félagsins síðustu þrjú tímabil og lék þá einn leik með meistaraflokki í Lengjubikarnum í vor. Hún spilar stöðu markvarðar.

Inga kom strax á bekkinn gegn Keflavík í gær og fékk óvænt tækifærið þegar Klil Keshwar þurfti að fara af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir. Skagakonur unnu leikinn 2-1 og náðu að komast sér frá fallbaráttupakkanum.

Tinna Björk er fædd 1998 og fær félagaskipti frá Fram. Hún hefur ekkert spilað síðan 2020 en þá lék hún 10 leiki með Frömurum í deild- og bikar.

Hún á einnig leiki með Fylki og Haukum.

ÍA er í 6. sæti Lengjudeildarinnar með 18 stig, ellefu stigum fyrir ofan fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner