Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 14:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andstæðingur Breiðabliks lætur þjálfarann fara - Fyrrum þjálfari Króatíu tekur við
Mynd: EPA
Zrinjski Mostar, andstæðingur Breiðabliks í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni, hefur látið þjálfarinn sinn fara. Mario Ivankovic, goðsögn hjá Zrinjski, er ekki lengur þjálfari liðsins.

Hann er með mikla tengingu við félagið, var leikmaður þess, fyrirliði og vann bæði deildina og ofurbikarinn á síðasta tímabili sem þjálfari liðsins. Í 48 leikjum vann Zrinjski 33 sigra, sex urðu janfteflin og töpin níu. Hann fer úr stöðu sinni sem einn sigursælasti þjálfari í sögu félagsins.

Á samfélagsmiðlum er fjallað um að Igor Stimac sé að taka við sem þjálfari Zrinjski og verði kynntur þar á morgun.

Stimac er 57 ára Króati sem lék á sínum tíma 53 landsleiki. Sem þjálfari hefur hann þjálfað Hajduk Split, króatíska landsliðið og síðast indverska landsliðið.

Fyrri leikur Zrinjski og Breiðabliks fer fram ytra 7. ágúst og seinni leikurinn á Kópavogsvelli viku síðar. Bæði lið féllu úr leik í 2. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni, Blikar töpuðu gegn Lech Poznan og Zrinjski tapaði gegn Slovan Bratislava.
Athugasemdir
banner