Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arftaki Elanga valdi Forest fram yfir Napoli (Staðfest)
Dan Ndoye.
Dan Ndoye.
Mynd: Nottingham Forest
Nottingham Forest hefur fest kaup á kantmanninum Dan Ndoye frá Bologna fyrir 34 milljónir punda.

Napoli hafði einnig áhuga á Ndoye en hann var spenntari fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina og ákvað að skrifa undir hjá Forest.

Leikmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning og er hann hugsaður sem arftaki Anthony Elanga sem gekk í raðir Newcastle.

Hinn 24 ára gamli Ndoye skoraði átta mörk og lagði upp fjögur í 30 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Ndoye á að baki 22 landsleiki fyrir Sviss og hefur hann skorað þrjú mörk í þeim.
Athugasemdir
banner