Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 21:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Víkingur áfram eftir sigur í framlengingu - Mæta Bröndby
Róbert Orri skoraði sigurmarkið
Róbert Orri skoraði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 4 - 2 Vllaznia
1-0 Daníel Hafsteinsson ('10 )
1-1 Bekim Balaj ('26 , víti)
2-1 Nikolaj Hansen ('55 )
2-2 Bekim Balaj ('85 , víti)
3-2 Nikolaj Hansen ('86 )
4-2 Róbert Orri Þorkelsson ('94 )
Rautt spjald: Ensar Tafili, Vllaznia ('111) Lestu um leikinn

Víkingur fékk albanska liðið Vllaznia í heimsókn í kvöld í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Vllaznia ytra.

Daníel Hafsteinsson kom Víkingum yfir í kvöld eftir tíu mínútna leik og jafnaði þar með einvígið. Vllaznia jafnaði svo metin með marki úr vítaspyrnu sem liðið fékk eftir að Tarik Ibrahimagic var dæmdur brotlegur.

Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik fór Valdimar Þór Ingimundarson mjög illa með varnarmenn Vllaznia og sendi boltann á NIkolaj Hansen sem skoraði örugglega.

Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma fékk Vllaznia aðra vítaspyrnu og Bekim Balaj skoraði úr henni og kom liðinu aftur yfir í einvíginu. Nikolaj Hansen skoraði hins vegar sitt annað mark aðeins tveimur mínútum síðar og tryggði Víkingum í framlengingu.

Þar reyndust Víkingar sterkri og Róbert Orri Þorkelsson tryggði liðinu sigurinn þegar hann skoraði með skalla eftir hornspynu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Víkingur mætir Bröndby í næstu umferð en fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvelli næstkomandi fimmtudag. Bröndby vann HB frá Færeyjum með eins marks mun.
Athugasemdir
banner
banner