Daði Berg Jónsson var á dögunum kallaður til baka í Víking eftir að hafa spilað frábærlega með Vestra fyrri hluta tímabilsins.
Daði Berg hefur hins vegar ekki enn spilað fyrir Víking þar sem hann er að glíma við meiðsli.
Daði Berg hefur hins vegar ekki enn spilað fyrir Víking þar sem hann er að glíma við meiðsli.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, var spurður út í meiðslin í gær og sagði þá að það gæti verið mánuður í að Daði snúi til baka.
„Það er dálítið í hann ennþá. Hann var að fá út úr myndatökum og það gætu verið þrjár til fjórar vikur í hann," sagði Sölvi við Fótbolta.net.
„Við þurfum að bíða rólegir eftir honum. Annars eru allir þannig séð 'fit' náttúrulega nema þeir sem eru meiddir."
Athugasemdir