Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik FH og Víkings flýtt um tvo sólarhringa - Þrír leikir um Versló
Víkingur vann í Kaplakrika í fyrra.
Víkingur vann í Kaplakrika í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigur Víkings gegn Vllaznia í gærkvöldi hefur leik liðsins gegn FH verið flýtt um tvo sólarhringa. Leikurinn átti að fara fram á þriðjudagskvöld en nýr leiktími er klukkan 17:00 á sunnudag.

Víkingur spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar næsta fimmtudag og því hefði ekki veirð hægt að spila leikinn á þriðjudag. Andstæðingur Víkings í 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni verður danska liðið Bröndby.

Það verða því þrír leikir um Verslunarmannahelgina.

KR heimsækir ÍBV í Þjóðhátíðarleiknum á morgun, Breiðablik tekur á móti KA á sunnudag og sama dag fær FH lið Víkings í heimsókn.

17. umferðin í Bestu
laugardagur 2. ágúst
14:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 3. ágúst
16:30 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
17:00 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)

þriðjudagur 5. ágúst
19:15 ÍA-Valur (ELKEM völlurinn)

miðvikudagur 6. ágúst
18:00 Afturelding-Vestri (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Fram-Stjarnan (Lambhagavöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner