Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 2 ÍBV
0-1 Allison Grace Lowrey ('10 )
0-2 Olga Sevcova ('48 )
1-2 Elín Helena Karlsdóttir ('49 )
2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('53 )
3-2 Barbára Sól Gísladóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið í úrslit Mjólkurbikars kvenna þar sem liðið mætir FH eftir magnaðan endurkomusigur gegn ÍBV í kvöld.

Blikar eru á toppi Bestu deildarinnar en Eyjakonur á toppi Lengjudeildarinnar. ÍBV komst yfir eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Allison Grace Lowrey skallaði boltann í netið.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir var nálægt því að jafna metin en skotið í slá. Eyjakonur voru marki yfir í hálfleik og snemma í seinni hálfleik bætti Olga Sevcova við öðru markinu.

Strax í kjölfarið tókst Breiðabliki að minnka muninn þegar Elín Helena Karlsdóttir kom boltanum í netið. Stuttu síðar jafnaði Berglind Björg metin fyrir Breiðablik þegar hún skallaði boltann í netið.

Það var svo í blálokin sem Barbára Sól Gísladóttir skoraði fyrir Breiðablik og tryggði liðinu sigurinn og farseðilinn í úrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 16. ágúst.
Athugasemdir
banner