Wrexham er stórhuga eftir að hafa unnið sér sæti í Championship deildinni á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 2. sæti C-deildarinnar á eftir Birmingham.
Wrexham er í eigu Hollywood leikaranna Rob Mac og Ryan Reynolds en liðið hefur farið upp um deild þrjú ár í röð.
Wrexham er í eigu Hollywood leikaranna Rob Mac og Ryan Reynolds en liðið hefur farið upp um deild þrjú ár í röð.
Sky Sports greinir frá því að félagið hafi lagt fram 2 milljón punda tilboð í Conor Coady varnarmann Leicester.
Þessi 32 ára gamli miðvörður er opinn fyrir því að fara frá Leicester í annað lið í Championship deildinni. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Leicester.
Coady er uppalinn í Livrpool en hann er með mikla reynslu úr úrvalsdeildinni og Championship deildinni með Wolves, Everton og Leicester.
Wrexham hefur einnig fengið markvörðinn Danny Ward frá Leicester í sumar.
Athugasemdir