
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp mark þegar Inter vann 5-2 sigur á Rangers í æfingaleik í gær.
Karólína Lea skipti yfir til Inter í sumar eftir að hafa leikið með Bayer Leverkusen á láni frá Bayern München undanfarin tvö tímabil.
Karólína Lea skipti yfir til Inter í sumar eftir að hafa leikið með Bayer Leverkusen á láni frá Bayern München undanfarin tvö tímabil.
Þetta var fyrsti leikur Karólínu með Inter en hún lagði upp fimmta markið í leiknum.
Karólína spilaði seinni hálfleikinn fyrir Inter en Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark liðsins í fyrri hálfleik.
Telma Ívarsdóttir varði þá mark Rangers í leiknum en allar þrjár voru þær í landsliðshópi Íslands á EM í sumar.
Athugasemdir