Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 22:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: Elías Rafn kom inn á í dramatískum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson hefur setið sem fastast á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í dönsku deildinni en Jonas Lössl hefur tekið sætið í byrjunarliðinu föstum tökum.

Lössl var einnig i markinu í 1-1 jafntefli í fyrri leik Midtjylland gegn Hibernian á heimavelli í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin mættust aftur í kvöld og Elías Rafn kom við sögu.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og grípa þurfti því í framlengingu. Midtjylland komst yfir snemma í framlengingunni en Hibernian jafnaði metin í uppbótatíma í fyrri hálfleik.

Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni og Elías var settur inn á í blálokin væntanlega eingöngu til að verja víti. Það varð hins vegar ekkert úr því þar sem Junior Brumado tryggði Midtjylland sigurinn með marki á 119. mínútu.

Midtjylland mætir norska liðinu Fredrikstad í næstu umferð.

Kolbeinn Finnsson var á bekknum þegar Utrecht vann Sheriff Tiraspol 4-1, samanlagt 7-2, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Utrecht mætir Servette frá Sviss í næstu umferð.

Hilmir Rafn Mikaelsson sat allan tímann á bekknum þegar Viking vann 5-2 gegn Koper frá Slóveníu, samanlagt 12-3 í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Hilmir skoraði tvennu í fyrri leiknum í 7-0 sigri. Viking mætir Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi í næstu umferð.
Athugasemdir
banner