Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 16:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KA gegn Silkeborg: Fyrsti byrjunarliðsleikur Birnis
Birnir Snær spilar í dag sinn þriðja leik fyrir KA.
Birnir Snær spilar í dag sinn þriðja leik fyrir KA.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóan snýr til baka eftir leikbann.
Jóan snýr til baka eftir leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tekur á móti danska liðinu Silkeborg á Greifavellinum klukkan 18:00. Um er að ræða seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli í Silkeborg.

Það er uppselt á Greifavölinn í dag, 495 áhorfendur á vellinum, þar af 40 stuðningsmenn danska liðsins.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar á sínu liði frá fyrri leiknum. Jóan Símun Edmundsson má spila eftir leikbann, hann kemur inn fyrir Ásgeir Sigurgeirsson, og Birnir Snær Ingason byrjar í stað Ingimars Stöle. Fjórar breytingar eru svo á liði Silkeborg frá fyrri leiknum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Silkeborg

Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
8. Marcel Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Birnir Snær Ingason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner