Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sunderland nær samkomulagi við Chelsea
Mynd: Chelsea
Sunderland hefur náð samkomulagi við Chelsea um að fá spænska framherjann Marc Guiu á láni.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er á leið í læknisskoðun og verður hjá nýliðunum í úrvalsdeildinni út komandi leiktíð.

Guiu gekk til liðs við Chelsea frá Barcelona fyrir ári síðan. Hann kom við sögu í öllum keppnum á síðustu leiktíð og skoraði sex mörk.

Hann verður níundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliða Sunderland í sumar. Granit Xhaka, fyrrum leikmaður Arsenal, gekk meðal annars til liðs við félagið á dögunum frá Leverkusen.

Athugasemdir
banner