Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aubameyang mættur aftur til Marseille (Staðfest)
Mynd: Marseille
Hinn 36 ára gamli Pierre Emerick-Aubameyang er genginn til liðs við Marseille frá Al-Qadisah í Sádi-Arabíu. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Aubameyang þekkir vel til í Marseille en hann gekk til liðs við Al-Qadisah frá franska félaginu fyrir ári síðan.

Hann skoraði 17 mörk í 32 leikjum í Sádi-Arabíu en Al-Qadsiah fékk Mateo Retegui, markahæsta leikmann Seríu A á síðustu leiktíð, frá Atalanta til liðs við sig í stað Aubameyang.

Marseille hafnaði í 2. sæti í frönsku deildinni á síðustu leiktíð með 65 stig, 19 stigum á eftir toppliði PSG.


Athugasemdir
banner
banner