Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 08:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar eiga þann markahæsta og stoðsendingahæsta
Gylfi er stoðsendingahæsti leikmaður Sambandsdeildarinnar.
Gylfi er stoðsendingahæsti leikmaður Sambandsdeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar komust áfram í Sambandsdeldinni í gær með því að leggja Vilaznia frá Albaníu að velli eftir dramatískan endi.

Það er athyglisvert að eftir leikinn eiga Víkingar bæði markahæsta og stoðsendingahæsta leikmann Sambandsdeildarinnar.

Nikolaj Hansen er markahæsti leikmaður Sambandsdeildarinnar þar sem hann er búinn að skora sex mörk í fjórum leikjum.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem átti stórleik gegn Vilaznia í gær, er þá stoðsendingahæstur í keppninni með fjórar stoðsendingar. Gylfi hefur ekki fundið sig í Bestu deildinni í sumar en átt góða leiki í Evrópu.

Víkingar mæta næst Bröndby frá Danmörku í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner